G Már G

Hvað ég varð ekki stoltur: takturinn
þyngri og þyngri hraðari hraðari
eftir því sem tröllskessurnar komu nær
og þú nötraðir þegar ég lýsti því hvernig þær
hugðust læsa tönnunum í hold karls og kerlingar sons
og rífa það heiftúðlega frá beinunum með
sársaukaöskur hans í eyrunum.

Fyrir mér táknaði þetta vald
ástúðlegt vald á manneskju sem þú elskar
eins og þú værir lítil og ég væri stór
(vernd)
faðir og dóttir.

—–

Eftir því sem ég hugsa oftar til þíns eigin tætta holds
-Sara-
skurðirnir þéttastir, dýpstir og breiðastir neðst
en fíngerðari eftir því sem ég renni fingrunum ofar eftir handleggjunum
þá geri ég mér grein fyrir því að sennilegast
varstu að hugsa um aðra sögu
þar sem kúin hafði einhverra hluta vegna gleymt töframætti
eigin hala eða strákurinn ekki hlýtt eða halinn aldrei haft neinn
töframátt

eða hún einfaldlega bjargað eigin skinni og skilið þig eftir

eða sólin aldrei komið upp.

—-

Þegar ég hugsa um þetta verður þú stærri en allt
og enginn kemst yfir þig
nema fuglinn fljúgandi.

Kommentera

Fyll i dina uppgifter nedan eller klicka på en ikon för att logga in:

WordPress.com Logo

Du kommenterar med ditt WordPress.com-konto. Logga ut / Ändra )

Twitter-bild

Du kommenterar med ditt Twitter-konto. Logga ut / Ändra )

Facebook-foto

Du kommenterar med ditt Facebook-konto. Logga ut / Ändra )

Google+ photo

Du kommenterar med ditt Google+-konto. Logga ut / Ändra )

Ansluter till %s

%d bloggare gillar detta: